Atnorth
Atnorth

Mannlíf

Risadagur í 88 húsinu um helgina
Þriðjudagur 22. apríl 2008 kl. 10:30

Risadagur í 88 húsinu um helgina



Sannkallaður risadagur verður í 88 húsinu nk. laugardag þar sem fjölmargir úrvalsviðburðir verða á dagskrá en þar á meðal má nefna brettamót, fatasýningu, ljósmyndasýningar, málverkasýningar, videoverk, graffitisögu, digital art, graffiti-keppni og tónleika.

Dagskráin hefst klukkan 12 með upphitun fyrir brettamótið sem hefst klukkan 14:00 og er áætlað að verðlaunaafhending fari fram klukkan 15:30 en veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin þar á meðal glænýr GSM sími, töskur, hjólabretti, plötur, longboard, föt, öxlar, límmiðar, legur, dekk, bíómiðar, sandpappír,og margt fleira. Klukkan 16:00 eru svo formlegar opnanir á listasýningum hjá Þorbirni, Guðbjörgu og Davíð Eldi. Klukkan 17:00 hefst graffitikeppnin en búist er við jafnri og spennandi keppni eins og í fyrra.

Tónleikar hefjast síðan um 18:00 en fjölmargir listamenn koma fram á þeim þar á meðal Kíló, S. Cro, Spaceman, MC Gauti, Kiddi Kjaftur, Stebbi HD, Cheeze, Basic-B, El Forte og margir fleiri. Verðlaunaafhending fyrir grafitikeppnina fer síðan fram klukkan 21:00 en glæsilegir vinningar eru í boði fyrir þrjú bestu verkin þar á meðal glænýr GSM sími, gjafabréf í Exodus fyrir 20 þúsund krónur, tappar, límmiðar, skissubækur, pennar, bíómiðar og margt fleira. Við ljúkum síðan kvöldinu um ellefu leytið með enn meiri tónlist í nýju og skemmtilegu umhverfi í svartholinu. Athygli er vakin á því að þetta er vímuefnalaus skemmtun og ber að virða það. 

Allir eru boðnir velkomnir á risadaga í 88 húsinu og Svartholinu á laugardaginn en þess má geta að boðið verður upp á léttar veitingar fyrir gesti og hoppukastali verður á staðnum fyrir börnin. Helstu styrkaraðilar viðburðarins eru Reykjanesbær, 88 húsið, BRIM, Tjaldaleigan Skemmtilegt, Gallery Keflavík, Dream Catcher Clothing og smash.

Af www.88.is

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025