Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ríkharður Bjarni sigraði stærðfræðikeppni gunnskólanema
Föstudagur 1. apríl 2011 kl. 09:50

Ríkharður Bjarni sigraði stærðfræðikeppni gunnskólanema

Stærðfræðikeppni grunnskólanema fór fram í Fjölbrautaskóla Suðurnesja 16. mars s.l. og mættu 133 þátttakendur úr öllum grunnskólum á Suðurnesjum. Verðlaunaafhending fór síðan fram þriðjudaginn 29. mars þar sem 10 efstu í hverjum árgangi mættu ásamt foreldrum sínum, stærðfræðikennurum og skólastjórnendum grunnskólanna.

Það eru Íslandsbanki og Verkfræðistofa Suðurnesja sem gefa verðlaunin. Fyrir fyrsta sæti eru veittar 15.000 kr., annað sæti 10.000 kr. og fyrir þriðja sætið 5.000 kr.. Að auki fá þrír efstu í 10. bekk grafískan vasareikni frá Verkfræðistofu Suðurnesja.

Í 8. bekk fengu eftirtaldir verðlaun en þar voru þátttakendur 50.

Í 1. sæti var Sigurður Galdur Loftsson, Myllubakkaskóla.
Í 2. sæti var Rannveig Ósk Smáradóttir, Myllubakkaskóla.
Í 3. sæti var Ægir Ragnar Ægisson, Njarðvíkurskóla.

Í 9. bekk fengu eftirtaldir verðlaun en þar voru þátttakendur 40.

Í 1. sæti var Anna Kristín Hálfdánardóttir, Stóru- Vogaskóla.
í 2. sæti var Margrét Dagmar Loftsdóttir, Myllubakkaskóla.
Í 3. sæti var Erla Þorsteinsdóttir, Grunnskóla Grindavíkur.

Í 10. bekk fengu eftirtaldir verðlaun en þar voru þátttakendur 43.
Í 1. sæti var Ríkharður Bjarni Einarsson, Gerðaskóla.
Í 2. sæti var Hákon Ívar Ólafsson, Grunnskóla Grindavíkur.
Í 3. sæti var Atli Marcher Pálsson, Njarðvíkurskóla.

Eftir verðlaunaafhendinguna var öllum boðið upp á glæsilegar veitingar.

Á myndunum hér að neðan eru þrír efstu nemendur í 10., 9. og 8. bekk.. Með þeim á myndunum eru Ragnheiður Gunnarsdóttir stærðfræðikennari og Árni Hinrik Hjartarson frá Íslandsbanka og með 10. bekkingunum er einnig Sigrún Vilhelmsdóttir frá
Verkfræðistofu Suðurnesja.



Sigurvegarar í 8. bekk.



Sigurvegarar í 9. bekk.



Sigurvegarar í 10. bekk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024