Reynir sýnir ljósmyndir frá höfninni
Reynir Sveinsson áhugaljósmyndari opnar ljósmyndasýningu í Fræðasetrinu á Sandgerðisdögum sýningin heitir „Höfnin - lífæð í byggð“.
Á sýninguni eru 73 myndir sem spanna 100 ára sögu útgerðar frá Sandgerðishöfn.
Flestar myndirnar eru teknar af Reyni, sem hefur tekið myndir í Sandgerði í áratugi.
Sýningin stendur til loka september.