Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Reyn­ir Katrín­ar sýn­ir nýj­ar húf­ur
Sunnudagur 13. desember 2009 kl. 16:32

Reyn­ir Katrín­ar sýn­ir nýj­ar húf­ur

Lista­mað­ur­inn Reyn­ir Katrín­ar opn­ar sýn­ingu á laug­ar­dag­inn í Níu heim­um, Vest­ur­götu 18 í Reykja­vík. Um er að ræða sam­sýn­ingu þriggja lista­manna. Reyn­ir sýn­ir þar mál­verk og verk unn­in í stein og leð­ur. Þá sýn­ir hann í fyrsta skipti ull­ar­húf­ur sem hann hef­ur hnýtt með nála­hnýt­ingu, sem er göm­ul að­ferð frá mið­öld­um. Húf­urn­ar eru hver og ein með sinni áferð og sér­kenn­um sem fæst með mis­mun­andi gerð­um hnúta. Því eru eng­ar tvær húf­ur eins.

Sýn­ing­in verð­ur opin milli kl. 13 og 22 á lauga­dag­inn og sunnu­dag­inn frá kl. 12 - 18. Aðra daga verð­ur opið frá kl. 12 - 23 en sýn­ing­unni lýk­ur 23. des­em­ber.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024