Reynir Katrínar sýnir nýjar húfur
Listamaðurinn Reynir Katrínar opnar sýningu á laugardaginn í Níu heimum, Vesturgötu 18 í Reykjavík. Um er að ræða samsýningu þriggja listamanna. Reynir sýnir þar málverk og verk unnin í stein og leður. Þá sýnir hann í fyrsta skipti ullarhúfur sem hann hefur hnýtt með nálahnýtingu, sem er gömul aðferð frá miðöldum. Húfurnar eru hver og ein með sinni áferð og sérkennum sem fæst með mismunandi gerðum hnúta. Því eru engar tvær húfur eins.
Sýningin verður opin milli kl. 13 og 22 á laugadaginn og sunnudaginn frá kl. 12 - 18. Aðra daga verður opið frá kl. 12 - 23 en sýningunni lýkur 23. desember.