Reykjanesskaginn í Sjónvarpinu í kvöld
Í síðustu viku var sýndur fróðlegur sjónvarpsþáttur um Reykjanesskagann sem þeir Valdimar Leifsson og Ari Trausti Guðmundsson gerðu fyrir Sjónvarpið. Í kvöld verður annar þáttur af þremur sýndur en fjallað er um fjölbreytta náttúru og fjölþætt mannlíf á svæðinu í þáttunum. Þátturinn hefst klukkan 20:10 í Ríkissjónvarpinu en hann ber heitið Reykjanes - Upplifun við bæjardyrnar.