Reykjanesið dregur að tugþúsunda ferðamanna
-Töluverðar framkvæmdir framundan
Um 65 þúsund manns heimsóttu Garðskaga- og Reykjanesvita í ágúst síðastliðnum, samkvæmt talningum Gyðu Þórhallsdóttur, doktorsnema við Háskóla Íslands, fyrir Stjórnstöð ferðamála.
Eggert Sólberg Jónsson, verkefnastjóri hjá Reykjanees Unesco Global Geropark, segir að áhugi ferðamanna, bæði innlendra sem erlendra, á Reykjanesinu hafi aukist gríðarlega undanfarin ár og að þessar tölur endurspegli þann áhuga. „Hvergi í heiminum má sjá flekaskilin ganga á land með jafn áþreifanlegum hætti og á Reykjanesi. Á Reykjanesi er að finna margar merkilegar jarðminjar og eru sumar þeirra einstakar á heimsvísu. Þar má meðal annars finna ýmsar tegundir eldstöðva,“ segir Eggert.
Töluverðar framkvæmdir eru framundan á Reykjanesi til að mæta auknum fjölda ferðamanna, þar á meðal hefur verið unnið að bílastæði við Reykjanesvita og Brimketil auk palla við síðarnefnda staðinn og lagfæring vegstæðis að Gunnuhver.
Framkvæmdirnar eru fjármagnaðar með styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, frá HS Orku og Bláa Lóninu. Auk þess leggur framkvæmdasjóður Reykjanes Geopark til mótframlag en í hann greiða allir aðilar að jarðvanginum.