Reykjanesgönguferðir ganga Njarðvík Vogar
Miðvikudaginn 6. júlí verður gengið frá Innri Njarðvík með ströndinni upp á Grímshól, hæsta punkt á Stapanum, þaðan að Hólmabúðum undir Stapanum þar sem mikil byggð var á 19. öld, þar byrjaði m.a. Haraldur Böðvarsson sína útgerð, skoðaðar verða rústir bæja, verbúða og salthúsa. Gengið þaðan inn í Voga.
Leiðsögumaður verður Rannveig Garðarsdóttir
Kostnaður er 1000 kr fyrir þá sem nýta sér rútuna, enginn kostnaður ef fólk kemur á eigin bílum.
Upphafsstaður fyrir þau sem nýta sér rútuna er SBK Grófin 2-4 Reykjanesbær
Upphaf göngu verður þar sem steypti göngustígurinn endar upp á Stapa í innri Njarðvík og endað undir Stapanum við Voga.
Göngulengd u.þ.b. 8 km
Göngutími 2-3 klst
Gott að hafa meðferðis:
Bakpoka
Nesti
Vatn
Myndavél
Góða skapið