Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Reykjanesgönguferðir ganga í gegnum innri Njarðvík
Miðvikudagur 20. júlí 2011 kl. 11:35

Reykjanesgönguferðir ganga í gegnum innri Njarðvík

Miðvikudaginn 20. júlí munu Reykjanesgönguferðir ganga gömlu Stapagötuna sem liðast í gegnum innri Njarðvík og er mjög ógreinileg á köflum, hún er framhald af Stapagötunni sem liggur yfir Stapann að Vogum og var aðalsamgönguæðin áður en Keflavíkurvegurinn var gerður árið 1912. Sagðar verða sögur af fólki, álfum og draugum. Leiðsögumaður verður Rannveig L. Garðarsdóttir

Þeir sem ekki nýta sér strætó greiða ekkert gjald þá er upphafsstaður göngunnar þar sem steypti göngustígurinn endar uppi á Stapa í innri Njarðvík og endapunktur á milli Keflavíkur og Njarðvíkur. 

Þeir sem nýta sér strætó mæting mæta á SBK  Grófin 2-4 Reykjanesbæ kostnaður kr 500

Lagt af stað frá SBK Grófin 2-4 Reykjanesbæ kl 19:00. Kostnaður kr 500 fyrir þá sem nýta sér strætó.

Kostanður 0 fyrir þá sem ekki nýta sér strætó. Heimkoma á milli kl 21:00 - 22:00

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024