Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Reykjanesgönguferðir fara upp á Oddafell
Þriðjudagur 17. júní 2014 kl. 10:45

Reykjanesgönguferðir fara upp á Oddafell

Miðvikudaginn 18. júní verður gengið frá Höskuldarvöllum upp á Oddafell gengið eftir fjallinu endilöngu sem er 4 km langt, það dregur nafn sitt af 14 oddum sem allir verða toppaðir í þessari göngu þeir eru mismunandi háir og verðlaunin eru dásemdar útsýni af þeim öllum. Við enda fjallsins er “Hverinn eini” sem var stærsti hver á Suðvesturlandi en er kulnaður í dag. Gengið verður til baka með fallegum hlíðum Oddafells.
Gangan er með 3ja stjörnu erfiðleikastig og er því ætluð þeim sem treysta sér til að ganga uppí móti og 9km vegalengd eftir stíg í móa og grasi jafnvel blautu.

Brottför kl. 19:00 frá Hópferðum Sævars, Vesturbraut 12 Reykjanesbæ.
Kostnaður við rútuferð er kr. 1.000 pr. mann.
Göngufólk er á eigin ábyrgð í gönguferðunum.
Leiðsögumaður er Rannveig L. Garðarsdóttir

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Göngufólk af höfuðborgarsvæðinu getur hitt rútuna við gatnamótin þar sem beygt er útaf Reykjanesbraut við Keili nauðsynlegt er að hringja í Rannveigu leiðsögumann sími 893 8900 til að fá sæti í rútunni.