Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Reykjanesbær: Þjóðhátíðardagskrá með hefðbundnu sniði
Þriðjudagur 16. júní 2009 kl. 09:08

Reykjanesbær: Þjóðhátíðardagskrá með hefðbundnu sniði

Þjóðhátíðardagskrá í Reykjanesbæ verður með svipuðu sniði og undanfarin ár og fara hátíðarhöld að mestu fram í skrúðgarðinum við Tjarnargötu.

Dagskrá hefst kl. 10:00 með knattspyrnu 7. flokks drengja Keflavík-Njarðvík á Njarðvíkurvelli og því næst er guðsþjónusta Ytri Njarðvíkurkirkju. Skrúðganga með lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar í fararbroddi fer frá Skátahúsinu við Hringbraut kl. 13:30 en boðið er upp á strætó frá Ytri Njarðvíkurkirkju að lokinni guðsþjónustu.

Dagskrá í skrúðgarðinum hefst kl. 14:00 og stendur til 16:20. Þar verður þjóðfáninn dreginn að húni, þjóðsöngurinn sunginn og hátíðin sett. Fjallkonan mun ávarpa gesti eins og alltaf og eftir það stígur ræðumaður dagsins í pontu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá mun Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar leika fyrir hátíðargesti.

Skemmtidagskrá veður í umsjón íþróttafélaganna Keflavíkur og Njarðvíkur, en að lokinni dagskrá kl. 15:00 fer fram kaffisala hjá körfuknattleiksdeild Keflavíkur i Myllubakkaskóla og hjá Kvenfélagi Keflavíkur í Björginni við Suðurgötu.

Víkingaheimar, með Íslending í fararbroddi ásamt víkingasýningu Smithsonian safnsins, opna formlega á þjóhátíðardaginn og verður opið frá kl. 11:00 - 18:00.

Kvöldskemmtun hefst svo kl. 20:30 og stendur til miðnættis.

Af vef Reykjanesbæjar