Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Reykjanesbær tekur þátt í hreyfiviku UMFÍ 27. maí til 2. júní
Föstudagur 24. maí 2019 kl. 10:36

Reykjanesbær tekur þátt í hreyfiviku UMFÍ 27. maí til 2. júní

Sundkeppni sveitarfélaga, hjólað á milli listaverka í bænum og Skátaleikar er á meðal þess sem boðið verður upp á í Hreyfiviku. Reykjanesbær tekur þátt í Hreyfiviku UMFÍ sem hefst mánudaginn 27. maí og stendur til sunnudagsins 2. júní. Við hvetjum bæjarbúa til þess að koma hreyfingu inn í daglegar venjur. Upplagt er að nota Hreyfivikuna til að hefja þá vegferð.
 
Markmið Hreyfiviku er að hvetja almenning til aukinnar hreyfingar.  Jafnframt miðar verkefnið að því að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum reglulega. UMFÍ hvetur alla til að finna sína uppáhalds hreyfingu og stunda hana reglulega eða að minnsta kosti í 30 mínútur daglega.
 
Mörg fyrirtæki og stofnanir í Reykjanesbæ bjóða viðskiptavinum sínum og skjólstæðingum upp á margvíslega dagskrá í Hreyfiviku. Almenningi stendur til boða að taka þátt í sundkeppni sveitarfélaga, Skátaleikum og að hjóla á milli listaverka undir leiðsögn. 
 
Til að taka þátt í sundkeppni sveitarfélaga skráir fólk sína metra í afgreiðslu Sundmiðstöðvar/Vatnaveraldar þessa daga. Þar með verður það fulltrúi Reykjanesbæjar í keppninni.  Listasafn Reykjanesbæjar bjóða upp á Útilistaverkahjólreiðatúr með leiðsögn laugardaginn 1. júní kl. 10:00. Hist verður við suðurenda Duus Safnahúsa og hjólað milli listaverka, svo allir geta notið. Skátaleikar skátafélagsins Heiðabúa fara fram á Uppstigningardag, 30. maí, milli kl. 13:00 og 17:00. Þar verður húllumhæ og fjör fyrir alla og allir eru velkomnir.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024