Reykjanesbær og Akureyri mætast í Útsvari

Reykjanesbær etur kappi við lið Akureyrar í spurningaþættinum Útsvari í  kvöld, föstudaginn 12. mars.
Lið Reykjanesbæjar skipa Baldur Guðmundsson, Hulda G. Geirsdóttir og Theodór Kjartansson.
Viðureignin er jafnframt síðasti þáttur í 8 liða úrslitum en liðið sem sigrar mun komast í hóp með Reykjavík, Fljótsdalshéraði og Garðabæ og keppa um sæti í úrslitum. Ekki missa af Útsvari næstkomandi föstudagskvöld kl.20:05 eða strax á eftir Kastljósi.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				