Reykjanesbær mætir Reykjavík í Útsvari
Lið Reykjanesbæjar etur kappi við Reykjavík í undanúrslitum Útsvars í Ríkissjónvarpinu á föstudagskvöld. Lið Reykjanesbæjar skipa Baldur Guðmundsson, Hulda G. Geirsdóttir og Theodór Kjartansson. Það er mikill hugur í liðsmönnum Reykjanesbæjar sem fara inn í undanúrslitin með það eina markmið að skila liðinu áfram í úrslitaviðureignina. Stuðningsmenn eru hvattir til að fjölmenna í sjónvarpssal og hvetja liðið áfram, enda má búast við harðri keppni.