Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Reykjanesbær mætir Akranesi í kvöld
Grétar Þór Sigurðsson, Baldrur Þór Guðmundsson og Hulda G. Geirsdóttir.
Föstudagur 4. apríl 2014 kl. 08:59

Reykjanesbær mætir Akranesi í kvöld

Eiga harma að hefna frá síðustu umferð.

Hið harðsnúna lið Reykjanesbæjar, sem skipað er þeim Baldri Þóri Guðmundssyni, Huldu G. Geirsdóttur og Grétari Þór Sigurðssyni, mætir liði Akraness í kvöld í þriðju umferð spurningakeppninnar Útsvars á RÚV. Liðið tapaði einmitt fyrir Akranesi í síðustu umferð en komst áfram sem stigahæsta tapliðið. Í lok umferðarinnar var dregið úr hattinum góða og dróst Reykjanesbær aftur á móti Skagamönnum og á nú harma að hefna.

„Við óskum þeim Baldri, Huldu og Grétari góðs gengis og segjum Áfram Reykjanesbær,“ segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024