Reykjanesbær lagði Hálendið í Útsvari
Reykjanesbær lagði Hálendið í Útsvari í gærkvöldi. Reykjanesbær fékk 52 stig en Hálendið 39 stig.
Þau Grétar Þór Sigurðsson, Valgerður Björk Pálsdóttir og Kristján Jóhannsson skipuðu lið Reykjanesbæjar en í liði Hálendis Íslands voru þau Lára Ómarsdóttir, Elísabet Margeirsdóttir og Einar Skúlason.
Okkar fólk var með forystu nær allan tímann og innbyrtu góðan sigur.