Reykjanesbær hafði betur í Útsvari
Reykjanesbær stóð uppi sem sigurvegari í Útsvarsþætti kvöldins, en bærinn atti kappi við Fjallabyggð. Keppnin var spennandi lengst af. Lið Fjallabyggðar byrjaði af krafti en Reykjanesbær seig fram úr þegar á leið og vann 16 stiga sigur, 73-57.