Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Reykjanesbær á tvö sigurlið í Allir lesa
Mynd úr safni.
Þriðjudagur 18. nóvember 2014 kl. 09:49

Reykjanesbær á tvö sigurlið í Allir lesa

Liðin úr Akurskóla og Myllubakkaskóla

Þúsundir landsmanna tóku þátt í svokölluðum landsleik í lestri sem kallast Allir lesa, þar á meðal fjöldi Suðurnesjamanna. Tvö sigurlið í keppninni koma einmitt frá Reykjanesbæ. Skvísurnar (lið í Akurskóla í Reykjanesbæ) sigraði í flokki liða með 3-9 liðsmenn, en þær lásu að meðaltali í 2 sólarhringa, 2 klst. og 1 mínútu. 5. ÍH Myllubakkaskóli sigraði í flokki liða með 30-50 liðsmenn og las að meðaltali í 1 sólarhring, 1 klst. og 41 mínútu.

Fyrir fjórum vikum hleyptu Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO af stokkunum landsleik í lestri á nýjum lestrarvef, allirlesa.is – og er hann sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum. Á degi íslenskrar tungu, lauk landsleiknum, þar sem hópar af öllum stærðum og gerðum lásu til sigurs. Á keppnistímanum hafa hrannast inn spennandi tölur um lestur þátttakenda í Allir lesa, og hér neðar er það helsta tíundað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
  • Á fjórum vikum skráðu 4.236 einstaklingar í 326 liðum lestur upp á um 70.000 klukkustundir.
  • Heildarlesturinn samsvarar um átta árum af samfelldum lestri.
  • Íslandsmeistarar í lestri lásu í yfir 5 sólarhringa að meðaltali á keppnistímanum.
  • Tvö sigurlið koma úr Reykjanesbæ.
  • Vestmannaeyingar lásu mest allra sveitarfélaga.
  • Konur lásu þrisvar sinnum meira en karlar.
  • Börn undir 15 ára lásu langmest.