Reykjanesbæ í Útsvari á morgun
Reykjanesbær tekur að vanda þátt í Útsvari, spurningakeppni sjónvarpsins og sendir sterkan hóp eins og áður. Í liðinu eru þau Baldur Guðmundsson og Hulda G. Geirsdóttir sem eru orðin okkur að góðu kunn, enda tekið þátt í slagnum í nokkur ár og alltaf staðið sig vel. Þriðji liðsmaðurinn er nýliðinn Erik Ólaf Erikson, sem er þó ekki að taka sín fyrstu skref í spurningarkeppnum en hann hefur verið öflugur í hinum ýmsu spurningakeppnum og þá aðallega svokölluðum Pub Quiz keppnum.
Liðið hefur unnið ötullega að undirbúningi keppninnar síðustu vikur og hér má sjá hópinn ásamt bæjarstjóra sem kíkti við þegar liðið var við æfingar. Fyrsti slagurinn verður 2. nóvember þegar Reykjanesbær mætir liði Fljótsdalshéraðs og eru Reyknesingar hvattir til að fylgja hópnum í sjónvarpssal en þeir sem ekki komast með, munu væntanlega senda góðar hugsanir og baráttukveðjur.