Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Rennblautir slökkviliðsmenn í dansi með yngismeyjum
Sjónvarpsþáttur NFS, Hnísan, verður frumflutt annað kvöld í Sambíóunum í Reykjanesbæ. VF-Myndir/JJK
Miðvikudagur 24. október 2012 kl. 07:25

Rennblautir slökkviliðsmenn í dansi með yngismeyjum

Það vakti eftirtekt vegfarenda við slökkviliðsstöðina í Reykjanesbæ í gær að þar voru slökkviliðsmenn í liprum dansi..

Það vakti eftirtekt vegfarenda við slökkviliðsstöðina í Reykjanesbæ í gær að þar voru slökkviliðsmenn í liprum dansi við ungar fagrar meyjar. Þegar betur var að gáð þá voru þarna á ferðinni nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem voru að taka upp tónlistarmyndband fyrir lokaþátt Hnísunnar í ár sem frumsýndur verður annað kvöld í Sambíóunum í Reykjanesbæ.

Sífellt meira hefur verið lagt í netþátt þeirra NFS-inga á síðustu árum og spilar þátturinn stóra rullu í félagslífi skólans. Mikið var lagt í tónlistarmyndbandið í gær og létu krakkarnir ekki muna sig um að láta sprauta yfir sig ísköldu vatni við upptökur á myndbandinu. Þau voru að vonum fegin þegar tökum lauk enda vatnið bæði ískalt og kalt í veðri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Víkurfréttir verður með skemmtilegt innslag í vefsjónvarpi vf.is á morgun þar sem sjá má krakkana í dansi.


Þrátt fyrir að nemendurnir væru blautir og kaldir þá stilltu þeir sér upp í myndtöku fyrir Víkurfréttir.


Þessar ungu stúlkur dönsuðu í ískaldri vatnsgusu og brostu.