Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Reason To Believe með útgáfutónleika
Föstudagur 11. mars 2011 kl. 10:11

Reason To Believe með útgáfutónleika

Hljómsveitin Reason To Believe gaf nýverið út sína fyrstu EP plötu, The Scenery sem er plata vikunnar á X-inu 977 og af því tilefni ætla þeir að halda veglega útgáfutónleika í kvöld 11. mars. Tónleikarnir fara fram í Risinu/Vestur að Tryggvagötu 20 í Reykjavík og hefjast klukkan 22:00. Í sveitinni eru Suðurnesjadrengirnir Kristjón Freyr Hjaltested, Skarphéðinn Njálsson og Valgarður Davíðsson ásamt tveimur piltum af höfuðborgarsvæðinu.

Platan hefur verið að fá fínar móttökur og er þetta kjörið tækifæri að sjá sveitina og ná sér í eintak af plötunni, þar sem enginn aðgangseyrir mun vera á tónleikunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á laugardagskvöldið klukkan 23:00 munu drengirnir spila á Mars Attacks hátíð X-ins sem fram fer á Sódómu. Þar er aðgangseyrir 1500 krónur.

Keflvíska sveitin Valdimar mun einnig troða upp á Sódómu á sömu tónleikum en mun stíga á svið klukkan eitt eftir miðnætti.

Mynd: Plötumslag nýju plötunnar fengið af síðu sveitarinnar.


[email protected]