Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Rauðhetta fyrir alla fjölskylduna
  • Rauðhetta fyrir alla fjölskylduna
Fimmtudagur 12. nóvember 2015 kl. 09:51

Rauðhetta fyrir alla fjölskylduna

– Leikfélag Keflavíkur með barnaleikrit í Frumleikhúsinu

Leikfélag Keflavíkur frumsýndi um síðustu helgi barnaleikritið Rauðhettu í í leikstjórn Víkings Kristjánssonar leikara. Verkið er barnaleikrit fyrir alla fjölskylduna, en Víkingur segir að verkið hafi verið stækkað og inní það bætt fjölmörgum nýjum persónum til að krydda söguna og gera hana skemmtilegri. Auk þess hafa verið samin nokkur skemmtileg lög sem setja skemmtilegan svip. Þetta er í annað skipti sem Leikfélag Keflavíkur setur upp leikritið um hana Rauðhettu.

Uppsetning Rauðhettu núna fær góðar viðtökur áhorfenda sem hafa tjáð sig um verkið á fésbókinni og mæla með Rauðhettu fyrir alla fjölskylduna.

Næstu sýningar á Rauðhettu verða í Frumleikhúsinu í Keflavík laugardaginn 14. nóvember kl. 17. Tvær sýningar verða á sunnudag kl. 14 og 17 og svo verður aftur sýnt sunnudaginn 22. nóvember kl. 14 og 17. Nánari upplýsingar um Rauðhettu má nálgast á www.lk.is
















 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024