Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Rauða hverfið best skreytta hverfið á Sjóaranum síkáta
Laugardagur 2. júní 2012 kl. 12:34

Rauða hverfið best skreytta hverfið á Sjóaranum síkáta

Rauða hverfið var best skreytta hverfið á Sjóaranum síkáta 2012 í Grindavík að mati dómnefndar. Nefndin var einróma um að Vesturhóp 30 væri best skreytta húsið. Sunnubraut fékk verðlaun sem best skreytta gatan og frumlegustu skreytingarnar voru við Norðurvör. Þá fékk skipaflotinn í höfninni verðlaun sem best skreytta fyrirtækið.


Dómnefndin var sammála um að skreytingarnar í Grindavík hefðu slegið öll met í ár og verið stórglæsilegar. Töluvert hefur bæst í skreytingarnar frá því í fyrra og hugmundafluginu engin takmörk sett.


Í skreytinganefndinni í ár voru: Rakel Lind úr bláa hverfinu, Sigrún Þorbjörnsdóttir úr græna hverfinu, Sigríður Jónasdóttir úr appelsínugula hverfinu og Fossdal úr rauða hverfinu. Formaður dómefndar að þessu sinni var Reynir Sveinsson, forstöðumaður Fræðasetursins í Sandgerði.








Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024