Rapp og R'n'B helgi á Zetunni
.jpg) Núna um helgina er von á aragrúa af röppurum og skífuþeyturum til Reykjanesbæjar nánar tiltekið á Zetuna, vegna Rapp og R'n'B helgi í Reykjanesbæ. Þetta byrjar allt á föstudaginn klukkan 23:00 þegar plötusnúður úr Reykjanesbæ, Dj Krystall, þeytir skífum en þá er einmitt skráning í rímnakeppni sem er sú fyrsta sem haldin er í Reykjanesbæ. Á laugardaginn klukkan 23:00 verður háð rímnakeppnin en skráning í hana verður bæði á föstudags og laugardagskvöldið. Rímnakeppni er þegar tveir aðilar ríma um hvorn annan á sniðugan og skondinn hátt og er fyrirmyndin fengin úr Bandaríkjunum og úr kvikmyndum einsog 8mile með Eminem.
Núna um helgina er von á aragrúa af röppurum og skífuþeyturum til Reykjanesbæjar nánar tiltekið á Zetuna, vegna Rapp og R'n'B helgi í Reykjanesbæ. Þetta byrjar allt á föstudaginn klukkan 23:00 þegar plötusnúður úr Reykjanesbæ, Dj Krystall, þeytir skífum en þá er einmitt skráning í rímnakeppni sem er sú fyrsta sem haldin er í Reykjanesbæ. Á laugardaginn klukkan 23:00 verður háð rímnakeppnin en skráning í hana verður bæði á föstudags og laugardagskvöldið. Rímnakeppni er þegar tveir aðilar ríma um hvorn annan á sniðugan og skondinn hátt og er fyrirmyndin fengin úr Bandaríkjunum og úr kvikmyndum einsog 8mile með Eminem.Síðan komið að nafntoguðum röppurum á Íslandi en það eru þeir DNA Dóri og Bent úr Rottweiler hundum sem munu taka lagið ásamt því sem að Iceberg, rapparinn úr Njarðvík, mun stíga á stokk og frumflytja eitt af hans nýjustu lögum.
Þetta er fyrsta Rapp og R'n'B helgin sem haldin verður í Reykjanesbæ og er fróðlegt að sjá hvernig þetta kemur allt saman út. Rapp og R'n'B tónlist er ein vinsælasta tónlistarstefnan í dag og oftar en ekki það eina sem skemmtistaðir spila um helgar. Miðaverð er aðeins 1000kr.- en 1500kr.- ef miði er keyptur á bæði kvöldin.

.jpg) 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				