Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Raggi Bjarna söng fyrir konur í Vatnaveröld
Mánudagur 25. febrúar 2013 kl. 13:30

Raggi Bjarna söng fyrir konur í Vatnaveröld

Konurnar tóku börnin með í Vatnaveröld svo karlarnir fengju frið til að elda kvöldmat á konudaginn.

Það var sannkallað konudagsfjör í Vatnaveröld í Reykjanesbæ þegar Ragnar Bjarnason og Þorgeir Ástvaldsson héldu uppi stuði og stemmningu með söng og tónlist. Yfir 500 manns mættu í Vatnaveröld á konudaginn.

Vel var gert við skvísur dagsins því þær fengu gjöf frá Bláa lóninu, kaffiveitingar voru á boðstólum og síðan var 50% afsláttur á árskorti í Vatnaveröld sem um 50 manns nýttu sér. „Það vakti athygli að fjöldi barna mætti með mæðrum sínum sem segir okkur að karlpeningurinn má ekki við neinni truflun meðan hann eldar kvöldmatinn fyrir frúnna,“ sagði Ragnar Örn Pétursson, forstöðumaður hjá Reykjanesbæ í léttum dúr.

Meðfylgjandi myndir tók útsendari Víkurfrétta í  Vatnaveröld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024