Rafbrauð og jólaveitingar í Bílakjarnanum og Nýsprautun
Rafbrauð á fjórum hjólum og ljúfar veitingar voru í jólaboði Bílakjarnans og Nýsprautunar í byrjun desember. Sverrir Gunnarsson og hans fólk tók á móti viðskiptavinum og sýndu á sama tíma nýjustuDIS. Buzz Pro og ID. Buzz Cargo rafbílana frá Volkswagen.
„Þetta eru skemmtilegar rafbíla nýjungar frá Volkswagen. Gamla rúgbrauðið komið í rafmagn og heitir þá bara rafbrauð,“ sagði Sverrir.
Þessir nýju VW rafbílar vöktu athygli í jólaboðinu en í salnum voru líka mun eldri VW bílar sem gestir nutu þess að skoða um leið og þeir nutu veglegra veitinga.
Elmar Þór Hauksson hefur sungið fyrir Suðurnesjamenn á undanförnum árum en hann er starfsmaður í Bílakjarnanum. Hann tók nokkur jólalög í glæsilegum sal Bílakjarnan á Fitjum í Njarðvík en með honum var enginn annar en Arnór Vilbergsson við hljómborðið. Meðfylgjandi myndir voru teknar í fjörinu.