Ræðulið FS í úrslit MORFÍS
Ræðulið Fjölbrautaskóla Suðurnesja vann sigur á ræðuliði Menntaskólans á Ísafirði í gærkvöldi. Ræðumaður kvöldsins var Sigfús J. Árnason úr FS.
 
Nemar í FS ferðuðust daglangt í rútubílum á Ísafjörð í fylgd tveggja kennara skólans og komust til Ísafjarðar þegar keppni var þegar hafin -  en náðu að fagna sigri með sínu fólki! 
 
Í fyrsta sinn í sögu FS er skólinn kominn í úrslit ræðukeppni framhaldskólanema á Íslandi og keppir á móti Verslunarskóla Íslands í Háskólabíói í apríl.  Ræðulið MR vann sigur í fyrra.






 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				