Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ráðherrafjör hjá Ragnheiði Elínu
Ragnheiður Elín í faðmi nokkurra fjölskyldumeðlima.
Laugardagur 25. maí 2013 kl. 16:55

Ráðherrafjör hjá Ragnheiði Elínu

„Ég er ákaflega stolt og hlakka til að takast á við krefjandi verkefni. Þakka ykkur kærlega fyrir stuðninginn en nú skulum við fara að koma okkur að verki,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir í „ráðherra-veislu“ sem haldið var á heimili hennar á fimmtudagskvöld.

Tilefnið var að fagna nýju ráðherraembætti, þess fyrsta sem Keflvíkingur og íbúi í Reykjanesbæ sinnir. Fjölmargir vinir, ættingjar og samherjar samfögnuðu Ragnheiði á heimili hennar á þessum tímamótum. Þarna mátti m.a. sjá fyrrverandi forsætisráðherra, Geir Haarde en Ragnheiður Elín var aðstoðarmanneskja hans þegar hann var ráðherra fyrir nokkrum árum. Þarna mættu líka Hanna Birna nýskipaður innanríkisráðherra, bæjarstjórahjónin í Reykjanesbæ og fleiri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósmyndara VF var boðið og hann tók meðfylgjandi myndir og fleiri sem má  sjá í myndagalleríi VF.

Ragnheiður með Geir Haarde og Unni Brá Konráðsdóttur.

Ragnheiður með bæjarstjórahjónunum Árna og Bryndísi.

Vösk sveit sjálfstæðismanna sem tóku þátt í kosningabaráttunni.