Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

"Þjóðin að ganga í gegnum sorgarferli"
Föstudagur 24. október 2008 kl. 15:17

"Þjóðin að ganga í gegnum sorgarferli"


Björn Sveinn Björnsson, sóknarprestur á Útskálum, segir íslensku þjóðina vera að ganga í gegnum sorgarferli. Fólk biður um aðstoð í meira mæli nú en áður. Hann segir að fólk hafi sömu tilfinningar nú og þegar það gengur í gegnum sorgarferli. Það finnur fyrir kvíða, áhyggjum og reiði vegna ástandsins.
„Þjóðin er höggdofa“ segir Björn Sveinn. Þjónusta kirkjunnar hefur aukist til að koma til móts við fólk. Meira er um bænastundir og helgihald almennt, fyrirbænir, fyrirlestra og fræðslu. Þá hefur fræðsla með ungu fólki aukist til muna.

Björn Sveinn er ánægður með það hvernig sveitarfélög á Suðurnesjum í samstarfi við aðrar stofnanir samfélagsins hafa unnið markvisst að aðgerðaáætlun fyrir íbúana. Ennfremur er ég ánægður með hvernig þjóðkirkjan hefur tekið á málum og sýnt að hún er kirkja þjóðarinnar. Það er vel tekið á móti öllum og almenningur er meðvitaður um hvar og hvenær það getur náð í presta sem eru góðu samstarfi við bæjarfélögin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd-VF/IngaSæm

Séra Björn Sveinn Björnsson, sóknarprestur á Útskálum og börn á leikskólanum Gefnarborg.