Púttmót og undirskrift hjá eldri borgurum í Röstinni
Púttklúbbur eldri borgara í Reykjanesbæ og íþrótta- og tómstundaráð bæjarins skrifuðu í dag undir samkomulag þar sem bærinn styrkir klúbbinn um 450.000 krónur svo klúbburinn geti borgað húsaleigu fyrir inniaðstöðu sína í Röstinni. Framlagið frá bænum nemur helmings leigunnar og segir Trausti Björnsson, formaður klúbbsins, að bærinn hafi staðið vel að baki klúbbnum og í raun að baki öllu tómstundastarfi eldri borgara í bænum. Púttklúbburinn fékk aðra góða gesti í dag, því púttklúbbur eldri borgara í Hafnarfirði var í Röstinni til að keppa við félaga sína hér.
Það voru Gunnar Oddsson, formaður íþrótta- og tómstundaráðs og Stefán Bjarkason, framkvæmdastjóri ráðsins sem skrifuðu undir fyrir hönd bæjarins en Trausti Björnsson, formaður púttklúbbsins og Jón Ísleifsson, varaformaður sem skrifuðu undir fyrir hönd púttklúbbsins. Myndirnar hér fyrir neðan tala sínu máli um aðstöðuna í Röstinni.
Það voru Gunnar Oddsson, formaður íþrótta- og tómstundaráðs og Stefán Bjarkason, framkvæmdastjóri ráðsins sem skrifuðu undir fyrir hönd bæjarins en Trausti Björnsson, formaður púttklúbbsins og Jón Ísleifsson, varaformaður sem skrifuðu undir fyrir hönd púttklúbbsins. Myndirnar hér fyrir neðan tala sínu máli um aðstöðuna í Röstinni.