Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Púlsinn námskeið: Frískandi námskeið fyrir alla
Þriðjudagur 2. september 2008 kl. 11:55

Púlsinn námskeið: Frískandi námskeið fyrir alla

Nú þegar haustið nálgast bjóðast mörg spennandi námskeið hjá Púlsinum, sum eru ný en önnur hafa skipað sér fastan sess hjá fólki sem vill dansa, teygja sig í jóga, styrkja sig í ræðustóli eða forvitnast um orkuríkt fæði. Námskeiðin henta öllum aldurshópum og mottóið er að hafa gaman um leið og þú lærir.
Marta Eiríksdóttir er nýkomin heim frá Bandaríkjunum þar sem hún var í sumar að læra nýtt dansform sem kallast Shake Your Soul dancetherapy sem Marta hefur kosið að nefna á íslensku Hristu sálina með dansinum þínum!
Út úr skelinni eru ræðunámskeið sem hafa þótt ótrúlega árangursrík og skemmtileg með mikilli aðsókn. Vegnar aukinnar eftirspurnar hefur Marta ákveðið að bjóða ungu fólki upp á sérstakt námskeið fyrir 16 ára og eldri þar sem sjálfstyrking fer fram á skemmtilegan hátt. Námskeiðin kallast Út úr skelinni 16+ og hefst mánudaginn 15.september en kennsla fer fram mánudaga og miðvikudaga klukkan 17-19 hér á Suðurnesjum.
Allar nánari upplýsingar má lesa á heimasíðunni www.pulsinn.is Skráningar á námskeiðin eru þegar hafnar á heimasíðunni sjálfri eða í síma 848 5366. Tryggðu þér pláss!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024