Púlsinn námskeið: Burtu með slenið!
Ertu orkulaus, með ofnæmi, hausverk eða sífellt í veikindum? Lausnin að vandanum gæti legið í matnum sem þú borðar. Hefurðu hugleitt það?
Fólk hefur verið afar ánægt með fræðslunámskeiðin um orkuríka fæðu, sem fram hafa farið í Lífsblóminu, heilsudeildinni í Samkaup Njarðvík. Fullbókað hefur verið á mörg þessara námskeiða. Marta Eiríksdóttir fræðir þar þátttakendur um heilsuvörurnar í Lífsblóminu og leyfir fólki að smakka á vörunum, ásamt nýbökuðu brauði, orkudrykk ofl.
Þessi kvöldstund kennir þér á skemmtilegan hátt hvað þú getur gert til að fá meiri kraft út úr matnum sem þú ert kannski þegar að borða en breyttum áherslum. Námskeiðið er sniðið að fólki sem borðar allan almennan mat.
Vorið er góður tími til að taka sig í gegn, hreinsa sig og byggja líkamann upp. Komdu og vertu með á þessu síðasta námskeiði vorsins um orkuríka fæðu! Námskeið fer fram 10.apríl klukkan 20:00 í Samkaup. Skráning er nauðsynleg í síma 848 5366 eða á netinu www.pulsinn.is.
Tryggðu þér pláss!