Púlsinn áfram með námskeið
Nú í sumar lokaði ævintýrahúsið Púlsinn í Sandgerði og breyttist húsnæðið í Skýjaborg sem er félagsmiðstöð grunnskólanemenda. Ein af eigendum Púlsins, Marta Eiríksdóttir, hefur verið beðin um að halda áfram með námskeið sín á Suðurnesjum og víðar. Svo Púlsinn heldur áfram en í breyttri mynd og verður á faraldsfæti með fjölbreytta dagskrá í leiðsögn Mörtu sjálfrar.
Fyrsta námskeið sem hún býður upp á er Kripalu DansKinetics (Dansjóga), sem sló sannarlega í gegn í Púlsinum og komust færri að en vildu þegar skráning fór fram. Námskeið í Dansjóga verður í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ og hefst mánudaginn 4.september, skráning fer fram þar eða á pulsinn.is.
Á heimasíðu Púlsins má einnig sjá fleiri spennandi námskeið sem Marta hyggst bjóða upp á í vetur. Fyrst má nefna dansnámskeiðin Dansjóga og Orkudans en einnig verður unnið með dans á námskeiði um Orkustöðvar líkamans. Marta vinnur mikið með orkueflingu líkamans í gegnum hreyfingu og matarræði, og mun bjóða upp á fræðslunámskeið, sem hún nefnir Orkuríkt fæði en þetta forvitnilega námskeið hélt hún einnig sl.vor á vinnustöðum.
Marta er grunnskólakennari að mennt með framhaldsmenntun í leiklist (og dansi hin síðari ár) en grunnskólar hafa komið á námskeið á starfsdegi skólanna hjá henni í Leikur að námsefni. Þar hefur Marta leiðbeint kennurum hvernig má nota leiklist í kennslu námsgreina og til hópeflingar í bekkjum. Þessi námskeið verða áfram í boði ásamt framhaldsnámskeiði sem hún nefnir Leikjabankinn en þar gefur hún kennurum áfram hafsjó af hugmyndum til þess að efla leiklist í skólastofunni og þverfaglegu skólastarfi.
Fleira verður í boði með Mörtu Eiríks í vetur.Gaman saman er hópefli sem hún hefur stjórnað í vinnustaðahópum, bekkjarhópum og íþróttahópum, við miklar vinsældir þeirra sem sótt hafa. Þetta verður áfram í boði
.
Er ekki komin tími til að leika sér? Út úr skelinni nefnist leiklistarnámskeið fyrir fullorðna sem vilja efla sig og skemmta sér um leið í góðum hópi.
Ennfremur mun Marta halda áfram að vera með veislustjórn og hóphristing á hvers konar skemmtikvöldi félagasamtaka. Óvissuhópar geta einnig leitað áfram til Mörtu.
Kíktu á heimasíðuna http://www.pulsinn.isog gáðu hvort þar sé eitthvað spennandi fyrir þig.
Mynd: Marta Eiríksdóttir.