Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Púlsinn á nýju ári
Fimmtudagur 8. janúar 2004 kl. 11:11

Púlsinn á nýju ári

Nýtt starfsár hófst í Púlsinum mánudaginn 5. janúar þegar leikskólakennarar frá Brekkuborg í Grafarvogi eyddu þar heilum starfsdegi á námskeiði í „Söng, Sögum og Spuna“ í umsjá tónlistarkennara hússins, Ínu Dóru Hjálmarsdóttur.
Púlsinn hefur verið í jólafríi en námskeiðin hefjast að nýju mánudaginn 12. janúar. Þá byrja jóganámskeiðin og öflugt styrktaræfingarnámskeið hefst að morgni 13. janúar. Ævintýrahúsið fer annars rólega af stað á nýju ári en dans- söngva- og leiklistarnámskeið byrja strax í febrúar.
Boðið verður upp á margar nýjungar á vorönn t.d. Söngsmiðju þar sem örfáir nemendur verða teknir inn. Þeir sem ganga með söngvarann í maganum eða langar til að keppa í Idol á næsta ári eiga tækifæri á frábærri einstaklingsþjálfun á þessu námskeiði. Sjálfstyrkingarnámskeið sem kallast Lífsgleði verður einnig í boði fyrir fullorðna í febrúar. Þeir sem vilja berja húðir geta lært það á Afrótrommunámskeiði en nemendur þurfa ekki að útvega sjálfir hljóðfæri.
Barna- og unglinganámskeiðin í Púlsinum eru mjög vinsæl. Í leiksmiðju barna og unglinga verður mikið fjör en þar verður unnið bæði með leikarann og söngvarann. Mörg önnur námskeið verða í boði á vorönn og er Suðurnesjabúum bent á að lesa nánar heimasíðu Púlsins www.pulsinn.is en þar má einnig fá nánari upplýsingar um verð og jafnframt skrá sig á námskeiðin. Skráning er hafin á öll námskeið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024