PROKK í 88 húsinu
Það er alltaf nóg að gera fyrir ungt fólk á Suðurnesjum í 88 húsinu við Hafnargötu en í kvöld voru haldnir rokk tónleikar. Tónleikarnir kölluðust PROKK með stóru Péi en um var að ræða síðustu uppákomu 88 hússins fyrir sumarfrí.
Ungir tónlistarmenn fengu efstu hæðina lánaða en tónleikarnir hófust um 20:00. Frítt var inn á þessa skemmtun og var öllum í 10. bekk og eldri velkomið að mæta.
Hljómsveitirnar Killer Bunny, Ritz og Anti Feministar komu fram við mikinn fögnuð viðstaddra en töluvert af ungu fólki mætti á tónleikana.
VF-myndir: Atli Már Gylfason