Prjónaþing fyrir Suðurnesjaprjónakonur á fimmtudag
Fimmtudaginn 20. maí nk. ætlar Prjónakaffi að bjóða Suðurnesjaprjónaklúbbum á „prjónaþing“ sem haldið verður í Virkjun á Ásbrú og hefst kl. 18.
Þar veður hægt að kaupa súpu og brauð á sanngjörnu verði. Ýmsir góðir gestir koma í heimsókn sem eru viðloðnir prjónaskap. Við stöllur hvetjum alla sem hafa áhuga að skrá sig á [email protected] eða senda sms í 8931028 eða 8927949.(endilega skráið ykkur því við þurfum að vita hvað mikið þarf af súpu). Við hlökkum til að sjá sem flesta og sem fyrr höfum það gaman saman.
Kveðja
Hallfríður, Harpa og Þórunn.