Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Prjójekt Patterson: Suðsuðvestur og Listasafn Reykjanesbæjar
Föstudagur 1. september 2006 kl. 12:20

Prjójekt Patterson: Suðsuðvestur og Listasafn Reykjanesbæjar

Á komandi ljósanótt munu Suðsuðvestur í samvinnu við Listasafn Reykjanesbæjar standa fyrir víðtækri samsýningu í Reykjanesbæ.

Tilefnið er að í september n.k. yfirgefa síðustu bandarísku hermennirnir landið og munu listamennirnir velta upp spurningum um hvort við hættum að hlusta á rock and roll eða borða hamborgara, hvort ástandið komi til með að fylgja okkur um ókomna tíð, hvort við náum að hrista af okkur amerísku áhrifin eða hvort áhrifin munu jafnvel aukast með fjarveru þeirra?

Vinnuheiti verkefnisins er Prójekt Patterson sem er vísun í þær sögulegu minjar sem Kaninn og Bretinn koma til með að skilja eftir sig. Prójektið mun spinnast í kringum myndlist og tónlist og verður á víð og dreif um bæinn. Þó verða Suðsuðvestur og gamla sundhöllin í Keflavík aðalsýningarstaðirnir. Tónlistin verður öll flutt í Sundhöllinni.

Sýningarstjórar eru Inga Þórey og Thelma Björk sem hafa rekið Suðsuðvestur frá upphafi í sjálfboðavinnu. Ingólfur Arnarsson prófessor við Listaháskóla Íslands hefur verið verkefninu innan handar við val á listamönnum sem tala þátt í Prójekt Patterson.

Eftirfarandi myndlistarmenn taka þátt í sýningunni
Didda Hjartardóttir, Dodda Maggý, Elsa D. Gísladóttir, Erling Klingenberg, Finnur Arnar Arnarson, Gunnhildur Hauksdóttir, Hekla Dögg, Inga Þórey Jóhannsdóttir, Kolbeinn Hugi, Ólöf Helga Helgadóttir, Páll Thayer, Ráðhildur Ingadóttir og Sólveig Einarsdóttir.

Tónlistarfólki sem boðið hefur verið að koma til bæjarins eru:
Auxpan, Apparat Organkvartett, Hellvar, Ghostigital, Kristín Björk/Kira Kira úr tilraunaeldhúsinu.

Sýningin opnar 1. september kl. 17.00 og stendur í þrjár helgar eftir það. Tónlistarrannsóknir verða útfærðar á föstudagskvöldið í gömlu sundhöllinni. Apparat Organkvartett mun spila á laugardag í sundhöllinni ásamt fjórum sundballerínum frá Portsmouth í Englandi sem sýna samhæft sund við tónlist þeirra.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024