Predikun biskups í Vefsjónvarpi Víkurfrétta
Útskálakirkja í Garði var opnuð að nýju í gær, skírdag, eftir umfangsmiklar lagfæringar sem gerðar hafa verið á kirkjunni. Innandyra hefur kirkjan verið færð til upprunalegs útlits í bland við nútíma þægindi. Stærsta verkið var að skipta um gólf í kirkjunni, en að auki voru fjalir í veggjum teknar niður og pússaðar og settar upp að nýju.
Útskálakirkja hefur verið máluð í upprunalegum litum að innan og altarlistaflan verið hreinsuð og lagfærð. Ítarlega var fjallað um breytingarnar í síðasta tölublaði Víkurfrétta sem má nálgast á forsíðu vf.is
Í vefsjónvarpi Víkurfrétta má nálgast predikun herra Karls Sigurbjörnssonar, biskups yfir Íslandi, en hann predikaði í Útskálakirkju á skírdag.
Um er að ræða ca 130 Mb. skrá og gæti verið betra fyrir marga notendur að niðurhala skránni áður en horft er á hana.