Power námskeið með Siggu Kling
Þann 15. nóvember næstkomandi verður haldið svokallað „Power“ námskeið á vegum MSS með Siggu Kling þar sem hún kennir þátttakendum hvernig við sköpum okkar líf með orðum, tilfinningum og tengingu við alheimskraftinn. Einnig verður þátttakendum kennt að ráða drauma sína án þess að nota draumráðningarbækur og að skapa sér nýtt og betra líf. Innifalið í námskeiðinu er hljóðdiskurinn „þú ert frábær“ sem tengist efni námskeiðsins. Eftirfylgni er sérstakur símatími þar sem þú getur haft samband við Siggu til að ræða framfarir og næstu skref.
LEIÐBEINANDI, Sigríður Klingenberg (Sigga Kling)
TÍMI 15. nóvember kl. 19:00 til 22:00 Krossmóa 4