Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Pottakvöld kvenna og söngva- og sagnakvöld
Þriðjudagur 25. ágúst 2015 kl. 11:54

Pottakvöld kvenna og söngva- og sagnakvöld

– dagskrá Sandgerðisdaga heldur áfram

Dagskrá Sandgerðisdaga heldur áfram í dag en vikulöng dagskrá þessarar bæjarhátíðar Sandgerðinga hófst í gærkvöldi þegar íbúar græna hverfinu buðu Sandgerðingum í fiskisúpu og skemmtilegheit í Lækjamótum.

Í kvöld verður pottakvöld kvenna í umsjón Fríðu Stefáns og hefst það kl. 20 og stendur til kl. 22. Á sama tíma verður söngva- og sagnakvöld í Efra-Sandgerði. Fram koma Siggi í Vík, Þór frá Þórshamri, María Ósk og Siggi í Báru. Kynnir er Óli lækur.

Síðdegis í dag verður diskótek fyrir nemendur í 5. til 7. bekk í Skýjaborg frá kl. 17:00 til 18:30.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024