Portúgalskir dagar í Grindavík
Í tilefni opnunar á Saltfisksetri Íslands í Grindavík 6. september nk. verða portúgalskir dagar á öllum veitingarhúsum í Grindavík. Boðið verður uppá saltfisk eftir portúgölskum siðum.Hópur af portúgölskum ungmennum mun koma til Grindavíkur til að aðstoða við matseldina. Búast má við mikilli saltfiskhátíð í Grindavík um aðra helgi, sömu helgi og Ljósanótt stendur í Reykjanesbæ, en forseti Íslands mun opna saltfisksetrið með viðhöfn.