Poppkornspartí á Top of the Rock
Þið lásuð rétt. Í fyrsta skiptið á Íslandi, laugardagskvöldið 10. október, verður haldið poppkornspartí á hinum sögufræga skemmtistað Top of the Rock uppi á gamla varnarliðssvæðinu í Keflavík. Það er Stjörnupopp og Corona sem gera okkur kleift að halda þetta mjög svo sérstaka kvöld en eins og nafnið gefur til kynna verður ansi mikið af poppkorni á staðnum.
Ætlunin er, á mismunandi tímapunktum yfir kvöldið, að dæla mörg hundruð lítrum af poppi yfir fólkið með sérstökum poppblásurum sem við höfum útbúið alveg sérstaklega fyrir atburðinn. Kvöld eins og þessi eru tíð í sólarlöndum á borð við Mónakó og Mallorca en hafa þó aldrei verið haldin hér á landi. Til þess að gefa ykkur smá hugmynd um það hvernig þetta fer allt saman fram þá er hægt að sjá myndband af sambærilegu kvöldi á myndskeiðavefnum YouTube.
Slóðin á myndbandið er eftirfarandi: http://www.youtube.com/watch?v=qAy87jAq_m4
Forsala aðgöngumiða fer fram á Top of the Rock og hefst hún á fimmtudaginn en miðinn kostar aðeins 1000 kr.- í forsölu. Fyrstu gestirnir fá síðan að sjálfssögðu ískaldann Corona bjór.
Skemmtistaðurinn sjálfur verður með glæsilegra mótinu en við höfum í hyggju að lýsa hann upp aðeins með svokölluðum „blacklight“ perum sem gefa staðnum mjög sérstakt „look.“
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem aðstandendur kvöldsins halda „öðruvísi“ partí líkt og þetta en þeir voru meðal annars þeir fyrstu sem héldu froðupartí hér á landi en til þess voru keyptar sérstakar froðuvélar hingað til lands árið 2007.