Pólskri menningu fagnað
Íbúar Reykjanesbæjar voru hvattir til að fagna fjölbreytileikanum saman og fá innsýn í pólska menningu með skemmtilegum hætti en pólsk menningarhátíð var haldin í Reykjanesbæ dagana 10. til 13. nóvember sl.
Viðburðir voru á bókasafni Reykjanesbæjar, í Fjörheimum, Duus safnahúsum, Njarðvíkurskógum og í SBK í gömlu dráttarbrautinni í Keflavík. Þar var m.a. haldinn markaður og boðið upp á listsýningar.
Hátíðin var formlega sett á bókasafni Reykjanesbæjar þar sem sendiherra Póllands á Íslandi ávarpaði samkomuna og afhenti einnig pólska bókagjöf til safnsins.
Meðfylgjandi myndir hér að neðan tók Hilmar Bragi á hátíðinni.