Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Pólskar sveitir í með tónleika í Stapa
Miðvikudagur 9. apríl 2014 kl. 09:26

Pólskar sveitir í með tónleika í Stapa

– Sinfóníuhljómsveit og kammersveit frá Kraká í Póllandi

Sinfóníuhljómsveit og Kammersveit Wladislaw Zelenski Tónlistarskólans í Kraká heldur tónleika í Stapa, Hljómahöll á  föstudaginn, 11. apríl, kl.19.00.  Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Þessar hljómsveitir, sem eru skipaðar alls um 50 nemendum á aldrinum 14- 20 ára, eru gestir Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Strengjasveit TR mun síðan  heimsækja Wladislaw Zelenski Tónlistarskólann í júní n.k. Í Kráká mun Strengjasveit TR halda nokkra tónleika en að auki taka þátt í masterklass-tíma og  kennslustundum við Wladislaw Zelenski Tónlistarskólann.

Fyrr utan tónleikana í Stapa, munu pólsku gestirnir leika fyrir eldri borgara á Nesvöllum kl.14.00 á föstudag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024