Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Pólsk menningarhátíð á Nesvöllum í Reykjanesbæ á laugardag
Fimmtudagur 7. nóvember 2019 kl. 07:42

Pólsk menningarhátíð á Nesvöllum í Reykjanesbæ á laugardag

Reykjanesbær blæs í annað sinn til pólskrar menningarhátíðar í samstarfi við hóp íbúa af pólskum uppruna. Hátíðin verður haldin á Nesvöllum laugardaginn 9. nóvember 2019 kl. 13–16 og gleður augu, eyru og maga. 

Áhersla ársins eru persónulegar sögur íbúa Reykjanesbæjar af pólskum uppruna og verður sett upp listsýning tengt áherslunni. Pólskur „street food“ markaður verður á hátíðarsvæðinu, tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og pólski þjóðadansinn POLONEZ verður stiginn. Fluttar verða hátíðarræður og ýmis afþreying verður á boðstólnum. Hátíðinni verður svo lokað með rokkuðu ívafi af hljómsveitinni DEMO.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nánari upplýsingar um viðburðinn:

Listfræðingurinn Vena Naskrecka efur unnið fallega listsýningu úr 17 persónulegum sögum. Þar að auki verða sýnd myndbönd úr lífi íbúa af pólskum uppruna sem hjónin Adam og Katarzyna Calicki hafa tekið saman.

  • Fjöldi sjálfboðaliða hefur boðist til að gera mat fyrir pólskan „street food“ markað. Aðalkonan á bak við matargerðina er Katazyna Pozezinska.
  • Aneta Zumbakennari mun kenna gestum Polonez dansinn sem alltaf er stiginn þegar slegið er upp veislu.
  • Einu fundarherbergi á Nesvöllum verður breytt í setustofu á pólsku heimili, sem hægt verður að heimsækja.
  • Atriði frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Danskompaní og Taekwondodeild Keflavíkur.
  • Andlitsmálun og afþreying fyrir börn í boði Krakka Akademíunnar.
  • Hátíðinni verður svo lokað með rokkuðu ívafi af hljómsveitinni DEMO