Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Pollapönk, jólasveinar og jólasýning
Mánudagur 21. nóvember 2011 kl. 16:50

Pollapönk, jólasveinar og jólasýning


Laugardaginn 3. desember kl. 13:30 verður sýningin Andrés utan gátta í Andrews á Ásbrú. Í fyrra sló þetta rækilega í gegn og smáfólkið hreifst verulega. Markmiðið er að safna í Velferðarsjóð Suðurnesja. Aðgangur er ókeypis en fyrirtæki á Suðurnesjum í raun bjóða börnum á sýninguna. Nöfn þeirra verða kynnt í næstu viku. Húsið verður opnað kl. 12:30 og þá verður jólasveinn í anddyrinu og ljósmyndari sem tekur myndir af börnunum með jólasveininum, án endurgjalds.

Dagskráin hefst svo kl. 13:30:

Leikfélag Keflavíkur sýnir stutt atriði úr jólaleikriti sínu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Brúðuleikhús með stutta dagskrá.

Pollapönk rokkar með börnunum.

Aðgangur er ókeypis og eru öll börn velkomin í boði fyrirtækjanna sem styðja samkomuna. Síðar um daginn kl. 17 verður svo kveikt á stóra jólatrénu frá Norðmönnum við Ráðhúsið í Reykjanesbæ.







Svipmyndir frá barnahátíðinni á síðasta ári. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson