Plankakeppni Metabolic í fullum gangi
Á Facebook síðu Metabolic Íslands, http://www.facebook.com/metabolicIS stendur nú yfir plankakeppni Metabolic. Reykjanesbær og Grindavík eru með myndir í keppninni en sú mynd sem fær flest Like vinnur. Víkurfréttir birtu á dögunum instagrammynd af fjölskyldu í planka en sú mynd, sem er af Metabolicurunum Ingu Fríðu og Tona og fjölskyldu er meðal þeirra sem eru í keppninni.
Önnur landssvæði sem eiga mynd í keppninni eru Akranes, Álftanes, Blönduós, Hella, Kópavogur og Ísafjörður en alls starfar Metabolic á 10 stöðum á landinu. Höfuðstöðvar Metabolic eru í Reykjanesbæ, Smiðjuvöllum 5 (áður Húsasmiðjan). Þar æfir hópur af fólki, körlum og konum, sem eiga það sameiginlegt að vilja hafa heilsuræktina skemmtilega, faglega og árangursríka og það uppfyllir Metabolic svo sannarlega.
Sýnum okkar fólki stuðning. Gerum Like.
Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir
Metabolic
Grindvíkingar bættu fimmta manninum við eftir að Inga Fríða og Toni birtu sína mynd af fjögurra manna plankanum.
Toni og stelpurnar settu pressu á aðra plankakeppendur.
Þessi mynd kom öllu af stað.
Þessi flotti planki er allavega með þeim fjölmennustu