Perla Sóley fulltrúi Fjörheima í Samfés
Perla Sóley Arinbjarnardóttir verður fulltrúi Fjörheima á söngkeppni Samfés, en fjögur atriði komust áfram. Undankeppnin fór fram í Stapa en þar voru yfir 200 unglingar frá Garðabær, Mosfellsbær, Álftanesi, Seltjarnarnesi, Vogum, Grindavík, Reykjanesbær, Sandgerði og Garði eru þau sveitafélög sem mynda þennan svokallaða Kraga.
Alls tóku 11 atriði tóku þátt og þau fjögur atriði sem komust áfram voru frá Fjörheimum, Bólinu, Selinu og Elítuni.
Fyrir hönd Fjörheima var það Perla Sóley Arinbjarnardóttir sem komst áfram með lagi Jar of hearts sem hún söng óaðfinnanlega. Dómarar keppninnar var Suðurnesjafólkið Elíza Newman, Dagný Gísladóttir, Baldur Guðmundsson og Smári Guðmundsson. Eftir keppnina var haldið ball með Dj Sveppz og skemmtu sér allir konunglega.