Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Pattaraleg fluga í heimsókn
Mánudagur 8. maí 2006 kl. 20:34

Pattaraleg fluga í heimsókn

Hún var heldur betur pattaraleg flugan sem heimsótti kvöldvaktina hér hjá Víkurfréttum þegar starfsmenn komu úr kvöldmatarhléi. Suðandi í einum glugganum var hún veidd í vatnsglas og síðan var krónupeningi laumað undir glasið til að sýna stærð flugunnar.

Nú er verið að taka ákvörðun um það að hvort sleppa eigi flugunni út í kvöldsvalann eða farga henni og koma í veg fyrir að hún suði í öðrum glugga síðar í kvöld.

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024