Páskaspjall: Erum að flytja til Bahrain
Guðlaug Sigfúsdóttir
Hvernig á að verja páskunum?
Ætli ég eyði ekki páskunum í rólegheitum með börnum og vinkonu sem að býr á Bifröst og ætlar að kíkja á okkur.
Gefur þú mörg páskaegg eða færðu mörg egg?
Ég hef alltaf gefið börnunum egg, sem sagt gefið 4 egg, en hef bara ekki fengið nein páskaegg undanfarin ár .
Á að ferðast innanlands eða utan?
Við fjölskyldan erum að flytja til Bahrain, reyndar er betri helmingurinn fluttur út og við förum svo núna í lok maí, þannig að það má segja bæði bara.
Hvernig páskaegg færðu þér?
Páskaeggin sem að börnin fá eru frá Góu... ég á það til að laumast í þau, þannig að Góa verður fyrir valinu.
Hvað er í páskamatinn, einhverjar hefðir þar?
Nei engar sérstakar hefðir, en það verður annað hvort hryggur eða læri þetta árið.
Eru páskaeggin falin á þínu heimili?
Já þau eru falin.