Heklan
Heklan

Mannlíf

Páskaös á bókasafninu
Mánudagur 2. apríl 2007 kl. 15:13

Páskaös á bókasafninu

Það styttist í páskafrí. Starfsfólk bókasafnsins hefur orðið vart við það og ekki síður hafa grunnskólabörn hópast á safnið, enda komin í páskafrí. Margir koma og ná sér í bækur og önnur safngögn til að hafa yfir páskana þar sem opnunartími safnsins skerðist, eins og í öðrum þjónustustofnunum.

Bókasafnið verður lokað dagana 5. - 9. apríl, einnig laugardaginn 7. apríl. Venjulegur opnunartími verður frá og með þriðjudeginum 10, það er að segja frá klukkan 10 til 20.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25